
Saman erum við sterkari!
STEM Ísland er leiðandi í uppbyggingu samfélagslegra STEM og STEAM námsvistkerfa á Íslandi með það fyrir augum að gera STEM menntun aðgengilega fyrir öll.
Með stuðningi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og sem hluti af Nýmennt vinnur STEM Ísland að því að styðja samfélög við innleiðingu STEM námsvistkerfa.
Framtíðin er hér!
Tækniþróun, ný störf, óvissa og áskoranir sem við höfum aldrei áður staðið frammi fyrir. Framtíðin bíður ekki. Til að bregðast við þurfum við að endurhugsa menntun. Kennarar eiga ekki að bera ábyrgðina einir. Þeir eru burðarásar – en þeir þurfa samfélagið með sér. Við þurfum nýja sýn. Ný tengsl. Nýjar lausnir.
STEM-námsvistkerfi tengja saman kennara, skólastofnanir, fjölskyldur, atvinnulíf og samfélög – og skapa lifandi menntaumhverfi sem styður kennara, kveikir forvitni og byggir upp færni fyrir framtíðina. Það er hér sem framtíðin byrjar – í sameiginlegu átaki fyrir börnin okkar.
Framtíðarsýn okkar
…er sú að í hverju samfélagi hafa kennarar, skólar og aðrir menntunaraðilar aðgang að úrræðum og auðlindum sem skapa lifandi og hvetjandi námsumhverfi.
Öll börn njóta hvatningar og valdeflingar til að byggja upp færni fyrir 21. öldina og blómstra.
Hvers vegna STEM námsvistkerfi?

„Menntun snýst ekki um að læra staðreyndir, heldur um að þjálfa hugann til að hugsa.”
— Albert Einstein
10 ástæður þess að saman erum við sterkari:
Umfjallanir
Vertu með!
Gerum þetta saman!
Skráðu þig á póstlistann okkar!
Kynntu þér STEM Ecosystem Community Handbókina okkar – og sjáðu hvernig þetta gæti litið út í þínu samfélagi!
Ímyndaðu þér hvernig STEM námsvistkerfi myndi líta út í þínu samfélagi!
Við viljum heyra frá þér!
Námvistkerfi í þitt samfélag?
Viltu vinna með okkur og verða hluti af innlendu og erlendu neti einstaklinga og stofnana innan samfélaga sem vilja efla STEM menntun?
Fylltu út formið og við höfum sambandi!
Við hlökkum til að heyra frá þér!
Verkefni sem STEM Ísland tekur þátt í:
-
Arctic STEM Communities
Arctic STEM Communities verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Interreg NPA) og snýst um að innleiða aðferðafræði STEM námsvistkerfa í tvö samfélög á Norðurslóðum (Galway og Rovaniemi) með sérstaka áherslu á stöðu stelpna og kvenna í STEM.
-
STREAM IT
STREAM IT (Streaming girls and women into STEM Education, Innovation and Research) er Horizon Europe verkefni sem miðar að því að koma af stað breytingum á viðvarandi kynjamisrétti í STEM menntun, rannsóknum og nýsköpun og stuðla að innleiðingu stefnu Evrópusambandsins um jafnrétti kynja innan STE(A)M greina (námi og starfi) eða „The European Manifesto for Gender-Inclusive STE(A)M education and careers”.
-
Innleiðing STEAM í leikskólann Grænuvelli
Verkefni styrkt af Sprotasjóði sem snýst um að innleiða STEM í námsskrá leikskólans Grænuvalla á Húsavík.
-
ViSOE
Erasmus+ verkefnið ViSOE (Visual Storytelling for Ocean Education) er þriggja ára verkefni sem snýst um að þróa nýskapandi, stafrænt námsefni um hafið fyrir kennara, m.a. byggt á nýlegri siglingu leiðangursskipsins Barba um norðurslóðir. Markmiðið með námsefninu er að auka þekkingu og vitund um hafið og lífríki þess, auk þess að stuðla að lifandi, skemmtilegu og fjölbreyttu námsefni. Efnið byggir á fjölbreyttum, persónulegum og myndrænum sögum úr leiðangri á norðurslóðum og verður aðgengilegt á netinu, bæði sem námsefni í kennaranámi og sem styttri námskeið fyrir starfandi kennara.
-
InnoGS
Innovation Through Gamification Solutions er Interreg NPA verkefni sem miðar að því að efla skapandi starf ungs fólks á landsbyggðinni með því að styðja við frumkvöðlastarf og þróun menntatækni með leikjahugsun að leiðarljósi.
Leikjahugsun teygir sig nú inn í fjölbreytta nýsköpunarvinnu – langt út fyrir tölvuleikjaiðnaðinn – og hefur reynst dýrmæt nálgun í þróun lausna á ólíkum sviðum. Þannig höfðar verkefnið bæði til þeirra sem hafa áhuga á tölvuleikjum og þeirra sem vilja nálgast nýsköpun frá óvæntri og skapandi átt.
-
Saman erum við öflugri
Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2024-2025 - snýst um bjóða grunnskólakennurum á Norðurlandi eystra upp á fagþjálfun, stuðning og valdeflingu í tengslum við kennslu STEM greina.