Það þarf heilt þorp til að ala upp barn… og það þarf STEM námsvistkerfi til að valdefla það.
— STEM Ísland

Ímyndaðu þér heim, þar sem…

...börn blómstra í námi sem nærir forvitni þeirra og tengist heiminum í kringum þau. Þar sem kennarar, fjölskyldur og samfélög vinna saman að því að kveikja forvitni, efla sköpunarkraft og byggja upp færni fyrir 21. öldina.

Þetta er ekki draumur.
Þetta er framtíðarsýn okkar — og hún er að verða að veruleika.

Hvað eru STEM námsvistkerfi?

STEM Learning Ecosystems er öflugur samstarfsvettvangur þar sem skólar, háskólar, menningarstofnanir, atvinnulíf, einstaklingar og samfélög tengjast til að efla nám, nýsköpun og tækifæri fyrir öll börn.

Við hjálpum skólum, kennurum, sveitarfélögum og foreldrum að skapa tengingar — og breyta námssamfélaginu til framtíðar.

Af hverju skiptir þetta máli?

Börn læra betur þegar námið tengist þeirra eigin reynslu og umhverfi

Kennarar fá stuðning og úrræði til að efla sköpun og gagnrýna hugsun

Samfélög verða virkari þátttakendur í menntun og nýsköpun

Við byggjum upp sjálfbærar lausnir og framtíðarstörf — með rætur í hverju samfélagi

Vertu með – gerum þetta saman!

Skráðu þig á póstlistann okkar!

Kynntu þér STEM Ecosystem Community Handbókina okkar – og sjáðu hvernig þetta gæti litið út í þínu samfélagi!

Ímyndaðu þér hvernig STEM námsvistkerfi myndi líta út í þínu samfélagi!

Hafðu samband við okkur – við hjálpum þér að innleiða STEM námsvistkerfi og tengja saman ólíka hagaðila í þínu samfélagi!

Við viljum heyra frá þér!