Markmið STEM Íslands er
að efla STEM menntun á Íslandi

Aðferðafræði STEM Learning Ecosystems er skjótvirk, öflug og áhrifarík leið til að auka áhuga á STEM greinum, styðja við kennara við kennslu STEM greina innan og utan hefðbundinna skólastofnana og byggja upp færni fyrir 21. öldina.

Námsvistkerfið tengir saman ólíka hagaðila innan samfélags í gegnum sameiginleg markmið og framtíðarsýn: Að efla STEM menntun, áhuga og STEM-læsi, sem og og að byggja upp færni sem nauðsynleg er fyrir framtíðina.

Öflugt, virkt og lifandi námsvistkerfi getur stuðlað að auknu vísinda-, umhverfis og tæknilæsi íbúa, auk þess að hvetja til nýskapandi nálgana á aðsteðjandi og raunverulegum vandamálum.

Teymi STEM Íslands

  • Huld Hafliðadóttir

    STOFNANDI

    Önnur af stofnendum STEM Íslands. Frumkvöðull og driffjöður í eflingu samfélagsmiðaðs STEM náms á Íslandi með áherslu á jöfn tækifæri, nýsköpun og stuðning við kennara. Forstöðukona STEM Húsavík.

  • Martin Swift

    LÆRT SAMFÉLAG

    Verkefnastjóri hjá VoN og Menntavísindasviði HÍ. Leiðandi í eflingu STEM menntunar á Íslandi. Situr í stjórn SamSTEM. Með alþjóðlega reynslu og sýn tengir hann íslenskt skólaumhverfi við nýjustu aðferðir og þróun í STEM menntun.

  • Guðrún Matthildur

    ALHEIMUR VÍSINDASETUR

    Líffræðingur og frumkvöðull með brennandi áhuga á nýsköpun, málefnum barna og STEM menntun á Íslandi. Vinnur að því að opna gagnvirt vísindasetur á Íslandi.

  • Sigurjón Sveinsson

    STJÓRNARMAÐUR

    Lögfræðingur og ráðgjafi. Hefur setið í stjórn STEM Íslands frá upphafi. Styður starfsemina með faglegri yfirsýn, stefnumótun og sterkum bakhjörlum.

STEM Ísland vinnur nú í nánu samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og sem hluti af öflugu teymi Nýmenntar.

Upphafið

STEM Ísland var stofnað í janúar 2023 af Huld Hafliðdóttur, frumkvöðli og verkefnastjóra og Bridget Burger Fulbright sérfræðingi í STEM menntun í kjölfar pilot verkefnisins STEM Húsavík.

STEM Ísland er regnhlífarstofnun fyrir samfélagsmiðuð STEM og STEAM námsvistkerfi á Íslandi.

Hafðu samband!

Viltu vinna með okkur?

Hefurðu áhuga á að fá STEM námsvistkerfi í samfélagið þitt?

Hafðu samband!

Við hlökkum til að heyra frá þér!