STEM Námsvistkerfi
Innleiðing STEM námsvistkerfa (STEM Learning Ecosystems) á Íslandi hófst með tilraunaverkefninu STEM Húsavík vorið 2022.
Kölluð var saman ráðgefandi stjórn úr ólíkum geirum samfélagsins, unnin stegnumótun með innviðakortlagning, SVÓT greiningu og markmiðsyfirlýsingu.
Maí 2022
Í ráðgefandi stjórn sitja aðilar frá eftirfarandi stofnunum: Þekkingarneti Þingeyinga/FabLab Húsavík, Hvalasafninu á Húsavík, Náttúrustofu Norðausturlands, PCC Bakka Silicon, Ocean Missions, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík, Framhaldsskólanum á Húsavík, auk óstofnaðra samtaka um verndun í og við Skjálfanda.
Apríl 2024
Í ráðgefandi stjórn sitja aðilar frá leik-, grunn- og framhaldsskólum á svæðinu, Tónlistaskóla Borgarfjarðar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Handraðanum klasa safna, sýninga og setra á Vesturlandi, félagsmiðstöðinni Óðal/Mími, Ungmennasambandi Borgarfjarðar, Creatrix, Norðuráli auk fræðslustjóra Borgarbyggðar og aðila frá SSV.
